Tvínituroxíði, rétt eins og öðrum lyfjum, fylgja ákveðnar aukaverkanir. Tvínituroxíð er einnig gróðurhúsalofttegund sem hefur áhrif á loftslagið. Aðeins 1% af heildarlosun tvínituroxíðs í Svíþjóð kemur frá heilbrigðisgeiranumog með nútíma tækni mun draga verulega úr slíkri losun. Í kaflanum hér á eftir er að finna upplýsingar um tvínituroxíð, starfsumhverfi og loftslag og hvernig við hjá Linde Healthcare getum lagt okkar af mörkum.
Annt um starfsumhverfi
Tvínituroxíð er notað til verkjastillingar. Tvínituroxíðið er gefið með innöndun og fást þá verkjastillandi áhrif. Við útöndun tvínituroxíðs dofna áhrifin strax. Tvínituroxíð er ekki umbrotið í líkamanum og er því andað út sem tvínituroxíð. Þegar sjúklingurinn andar því frá sér getur heilbrigðisstarfsmaður komist í snertingu við tvínituroxíð. Vinnueftirlitið hefur settar viðmiðunarreglur sem kallast viðmiðunarmörk fyrir váhrif í starfi og tákna þá útsetningu fyrir tvínituroxíði sem heilbrigðisstarfsfólk getur orðið fyrir. Ef farið er eftir þessum viðmiðunarreglum er tvínituroxíð hins vegar ekki talið skaðlegt. Flestar mælingar nú til dags sýna að útsetning heilbrigðisstarfsfólks er vel undir viðmiðunarmörkum fyrir váhrif.
Það er nokkuð einfalt að minnka styrk tvínituroxíðs í vinnurými. Uppfæra loftræstikerfi, draga úr leka, nota tvöfaldar grímur, fræða sjúklinga og starfsfólk og tryggja, til dæmis, að sjúkrastofur séu þannig innréttaðar að starfsfólk vinni hjá loftúttaki þannig að uppfylltar séu viðmiðunarreglur um viðmiðunarmörk um váhrif.
Til þess að auðvelda starf sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva hefur Linde Healthcare útbúið gátlista fyrir lofttegundir til svæfinga/deyfinga og gátlista fyrir fæðingardeildir. Nota má gátlistana til stuðnings þegar verið er að athuga hvort um er að ræða leka, óþarfa losun o.s.frv. Hlekk til þess að hala þeim niður má finna neðar á síðunni.
Virðing fyrir umheiminum
Tvínituroxíð (glaðloft) hefur verið notað með góðum árangri innan heilbrigðiskerfisins. Bæði sjúklingar og starfsfólk kunna vel að meta kosti þess. Umhverfisins vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir allan leka og óþarfa losun. Mörg sjúkrahús hafa brugðist við göllum í miðlægum kerfum fyrir lofttegundir. Til þess að gera fleiri aðilum kleift að gera slíkt hið sama býður Linde Healthcare upp á mat á dreifikerfum sjúkrahúsa þar sem lagnir eru skoðaðar o.s.frv. Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að smella á hlekkina „Dreifistöð“ og „Áhættustjórnun“ hér á eftir.
Núna er hægt að losa tvínituroxíði í heilbrigðiskerfinu þannig að tvínituroxíði er eytt á nánast 100% umhverfisvænan hátt.